Djöfullinn svokallaði festist í rúma tvo tíma í Tívolíinu í Kaupmannahöfn í dag. Í Djöfsa, sem er rússibani, voru 24 farþegar og þurfti að kalla til slökkvilið og lögregla borgarinnar þeim til bjargar.
Rússibaninn stoppaði í beygju rétt við endastöð hans og tóku farþegarnir því rólega á meðan sérdeild slökkviliðsins vann björgunaraðgerðir. Enginn slasaðist í atvikinu.
Talsmaður Tívólís sagði óhappið hafa orðið vegna bilunar í bremsubúnaði rússíbanans, sem er rúmlega 20 metra hár.