Heimsfrægur klifrari týndur

Áhættuklifrari týndur í írskum sjó.
Áhættuklifrari týndur í írskum sjó. mbl/Billi

Landhelgisgæslan á Írlandi leitar heimfrægs klettaklifrara frá Bandaríkjunum sem haldið er að hafi dottið af kletti í sjóinn. Maðurinn er frægur klifrari, Michael Reardon, sem er þekkur fyrir að klifra miklar hæðir án öryggisbúnaðar.

Félagi Reardon kallaði á hjálp eftir að hafa orðið vitni að því þegar hann datt af klettinum og lenti í sjónum Kerry sýslu á Írlandi. Að sögn landhelgisgæslunnar lítur út fyrir að alda hafi tekið klifrarann með sér í sjóinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert