Heimsfrægur klifrari týndur

Áhættuklifrari týndur í írskum sjó.
Áhættuklifrari týndur í írskum sjó. mbl/Billi

Land­helg­is­gæsl­an á Írlandi leit­ar heim­frægs klettaklifr­ara frá Banda­ríkj­un­um sem haldið er að hafi dottið af kletti í sjó­inn. Maður­inn er fræg­ur klifr­ari, Michael Re­ar­don, sem er þekk­ur fyr­ir að klifra mikl­ar hæðir án ör­ygg­is­búnaðar.

Fé­lagi Re­ar­don kallaði á hjálp eft­ir að hafa orðið vitni að því þegar hann datt af klett­in­um og lenti í sjón­um Kerry sýslu á Írlandi. Að sögn land­helg­is­gæsl­unn­ar lít­ur út fyr­ir að alda hafi tekið klifr­ar­ann með sér í sjó­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert