Jarðaför Lady Bird Johnson fer fram í dag

Lady Bird Johnson.
Lady Bird Johnson. Reuters

Fyrrum forsetar og forsetafrúr Bandaríkjanna safnast saman um helgina til að kveðja Claudiu Alta Johnson, betur þekkt sem Lady Bird Johnson, fyrrum forsetafrú. Hún lést á miðvikudag af náttúrulegum orsökum, 94 ára að aldri.

Lady Bird Johnson, eiginkona Lyndon B. Johnsons, fyrrum forseta Bandaríkjanna, verður jarðsett á morgun í borginni Austin í Texas. Jarðarför hennar fer fram í dag og verður hún sýnd í beinni útsendingu í Bandaríkjunum.

Athöfnin hófst í gær í grasagarði sem hún stofnaði árið 1982 í Austin. Búist er við að bæði Laura og Barbara Bush verði viðstaddar athöfnina auk fyrrum forsetahjónanna Bill og Hillary Clinton.

Fyrrum forseti Bandaríkjanna Lyndon B. Johnson og Lady Bird með …
Fyrrum forseti Bandaríkjanna Lyndon B. Johnson og Lady Bird með Jacqueline Kennedy. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert