Samkvæmt pakistönsku dagblaði voru það ekki aðeins herskáir karlmenn sem létust í bardaganum við Rauðu moskuna í Íslamabad. Þvert á opinberar upplýsingar pakistönsku ríkisstjórnarinnar hingað til voru konur og börn meðal þeirra sem féllu í árás hersins. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.
Dagblaðið „Down“ vísar í heimildir frá innanríkisráðuneyti Pakistans og segir að 15 konur og börn hafi láti lífið í umsátrinum um Rauðu moskuna. Hingað til hefur ríkisstjórn landsins sagt að 75 karlmenn hafi látið lífið og haldið því fram að öllum konum og börnum hafi verið sleppt áður en lokabardaginn hófst.