Talsmaður Atlandshafsbandalagsins (Nato) segir ákvörðun Rússa um að segja upp samningi um fækkun í hefðbundnum herafla í Evrópu, (Conventional Forces in Europe Treaty, CFE) vera „vonbrigði og skref aftur á bak“.
„Ákvörðunin veldur vonbrigði, hún er skref aftur á bak. Nato lítur á þennan samning sem mikilvægan grunn fyrir öryggi og stöðugleika Evrópu,“ segir talsmaður Nato.
Yfirlýsing barst frá Kreml í dag þess efnis að forseti landsins hefði gefið úr tilskipun um uppsögn Rússlands frá CFE samningnum. Rússar hafa nokkrum sinnum hótað að segja sig frá samningum frá því að hann var staðfestur árið 1996, vegna ágangs Bandaríkjahers inn á svæði fyrrum Sovétríkjanna.
Utanríkisráðherra Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti yfir miklum áhyggjum af ákvörðun Rússa. Hann telur samninginn vera miðpunkt alþjóðlegri takmörkun á vígbúnaði.
Talsmaður pólska utanríkisráðuneytisins segir pólska ríkið harma ákvörðun Rússa. Hann sagði ákvörðunina þó ekki hafa komið á óvart og að hún hafi engar bráðar afleiðingar. Ríkisstjórnin voni þó að Rússar muni ekki ganga lengra en að segja samningnum upp.
"It's a disappointing move, a step backwards. NATO considers this treaty to be an important foundation of European security and stability," NATO spokesman James Appathurai said.