Kaffihúsið Starbucks neyddist til þess að loka í Peking eftir kröftug mótmæli. Bandaríska kaffihúsakeðjan opnaði fyrst í Forboðnu borg Peking fyrir sjö árum síðan, en hefur löngum verið talin móðgun við kínverska menningu.
500.000 undirskriftum hafði verið safnað til þess að mótmæla staðsetningu kaffihússins á stærsta ferðamannastað Kína, Forboðnu borginni, í Peking. Borgin var byggð árið 1420 og var heimili 24 keisara Kína, allt þar til að keisaradæmið leið undir lok árið 1911. Um níu milljón manna heimsækja staðinn á ári hverju.