Starbucks lokar í Forboðnu borginni

00:00
00:00

Kaffi­húsið Star­bucks neydd­ist til þess að loka í Pek­ing eft­ir kröft­ug mót­mæli. Banda­ríska kaffi­húsa­keðjan opnaði fyrst í For­boðnu borg Pek­ing fyr­ir sjö árum síðan, en hef­ur löng­um verið tal­in móðgun við kín­verska menn­ingu.

500.000 und­ir­skrift­um hafði verið safnað til þess að mót­mæla staðsetn­ingu kaffi­húss­ins á stærsta ferðamannastað Kína, For­boðnu borg­inni, í Pek­ing. Borg­in var byggð árið 1420 og var heim­ili 24 keis­ara Kína, allt þar til að keis­ara­dæmið leið und­ir lok árið 1911. Um níu millj­ón manna heim­sækja staðinn á ári hverju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert