„Bandaríski herinn getur farið þegar hann vill“

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraka
Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraka Reuters

Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, segir áhyggjur Bandaríkjamanna af ástandi íraska hersins og stjórnmálanna í landinu vera ástæðulausar. Hann segir bandaríska geta farið „hvenær sem þeir vilja“.

Á blaðamannafundi í gær sagði al-Maliki ríkisstjórn hans þarfnast „tíma og fyrirhafnar“ til að koma breytingunum, sem stjórnvöld Bandaríkjanna sækjast eftir, í gagnið. Einn aðstoðarmanna hans ásakaði Bandaríkin fyrir að gera lítið úr írösku ríkisstjórninni með því að brjóta mannréttindi og líta á landið sem „tilraun á bandarískri tilraunastofu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert