Norður-Kórea staðfesti að búið er að loka Yongbyon kjarnakljúfinum, sem er fyrsta skrefið í að fjarlægja kjarnorkuvopn landsins.
„Við lokuðum kjarnorkuverinu í Yonbyon og leyfðum starfsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunar að fylgjast með þann 14. júlí, þegar fyrsta sendingin af 50.000 tonnum að eldsneytisolíu kom,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu í fyrstu formlegu staðfestingu á lokuninni. Áður hafði Bandaríkjunum borist fregnir af lokuninni.