Shimon Peres sver embættiseið

Shimon Peres, forseti Ísraels.
Shimon Peres, forseti Ísraels. AP

Nóbelsverðlaunahafinn Shimon Peres, sem kjörinn var forseti Ísraels þann 13. júní, sór embættiseið í dag tæplega þremur vikum fyrir 84. afmælisdag sinn. Hann tekur við embættinu af Moshe Katsav, sem féll í ónáð eftir ásakanir samstarfskvenna hans um kynferðislegt áreiti. Peres var fyrst kjörinn inn á þing Ísraels árið 1959, en stjórnmálaferill hans spannar rúm 65 ár.

Peres, fæddur Szymon Perski árið 1923 í Póllandi, sat á þingi Ísraels, Knesset, frá árinu 1959 til 2007. Hann hefur tvisvar setið í forsætisráðherrastól landsins og hefur einnig setið mörgum öðrum ráðherraembættum. Í núverandi ríkisstjórn var hann aðstoðarforsætisráðherra.

Árið 1994 hlaut Peres friðarverðlaun Nóbels, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat, fyrrum leiðtoga Palestínu, fyrir friðarviðræður sem leiddur til Oslóar-samkomulagins. Peres tók þátt í þeim samningaviðræðum sem utanríkisráðherra Ísraels undir forsætisráðherranum Rabin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert