Peningar skipta Þjóðverja litlu skv. könnun

Flestir Þjóðverjar eru á þeirri skoðun að ekki sé hægt að kaupa sér hamingju, en þetta kemur fram í nýrri könnun sem var birt í dag. Þar kemur jafnframt fram að það skipti aðeins um 13% þýskra karla miklu máli að auðgast.

Tölurnar eru jafnvel lægri þegar litið er til kvenna, en aðeins sex prósent þýskra kvenna leggja mikið upp úr því að efnast á tá og fingri. Þetta kemur fram í könnun sem TNS Infratest markaðsfyrirtækið framkvæmdi í síðasta mánuði.

Ef ólíkir aldurshópar eru bornir saman þá kemur fram að peningar skipta yngri Þjóðverja örlítið meira máli en þeir sem eldri eru, en 18% ungra Þjóðverja sögðust vilja auðgast vel.

Þá kemur fram að Þjóðverjar eru fremur hófsamir er þeir eru beðnir um að lýsa því hvað auðæfi séu í þeirra huga.

Aðeins um þriðjungur þeirra 1.106 einstaklinga sem tóku í könnunni telja að til þess að geta talist vera auðugur verði viðkomandi að eiga meira en 1,5 milljónir evra (rúmlega 120 milljónir kr.). Tólf prósent aðspurðra segja setja þröskuldinn við 150.000 evrur (rúmar 12 milljónir kr.), þ.e. hvað teljist að vera auðugur. Í Austur-Þýskalandi, þar sem kommúnistar réðu áður ríkjum, er talan ívið hærri, eða 22%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert