Andúð gagnvart gyðingum að aukast í Evrópu

Frá Musterishæð í Jerúsalem. Tæpur helmingur aðspurðra í sex Evrópulöndum …
Frá Musterishæð í Jerúsalem. Tæpur helmingur aðspurðra í sex Evrópulöndum segist trúa því að gyðingar séu hliðhollari Ísrael en þeim löndum þar sem þeir búa AP

Andúð gagn­vart gyðing­um er að aukast í Evr­ópu sam­kvæmt könn­un sem gerð var í sex Evr­ópu­lönd­um. Sagðist helm­ing­ur þeirra sem svaraði könn­un­inni trúa því að gyðing­ar væru hliðholl­ari Ísra­el en þeim lönd­um sem þeir væru bú­sett­ir í og sagðist þriðjung­ur telja að gyðing­ar hefðu of mik­il ítök í fjár­mála- og viðskipta­heim­in­um.

Skýrsl­an var unn­in af sam­tök­um gegn ófræg­ingu gyðinga (Anti-Defamati­on League) og voru tek­in viðtöl við 500 manns í sex lönd­um: Aust­ur­ríki, Belg­íu, Bretlandi, Ung­verjalandi, Hollandi og Sviss.

Abra­ham Foxm­an, formaður sam­tak­anna, seg­ir að niður­stöðurn­ar sýni að nei­kvætt viðhorf gagn­vart gyðing­um hverfi seint. Seg­ir hann að það að svo marg­ir ef­ist um holl­ustu gyðinga sé það sem veki hvað mest­an óhug í hans huga þar sem slíkt geti stuðlað að of­beldi og órétt­læti gegn gyðing­um.

Í sam­bæri­legri könn­un sem gerð var fyr­ir tveim­ur árum sögðu 38,2% að lík­lega væri sú full­yrðing sönn að gyðing­ar væru holl­ari Ísra­el en eig­in landi. 49,7% aðspurðra svaraði með sama hætti nú.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert