Argentínskur ráðherra segir af sér - með seðla á salerninu

Ráðherra efnahagsmála í Argentínu hefur sagt af sér eftir að hann var beðinn um að bera vitni fyrir rétti að hann hefði geymt 64.000 dali (tæpar fjórar milljónir kr.) á skrifstofusalerni sínu.

Ráðherrann, Felisa Miceli, segir að bróðir sinn hafi lánað sér féð sem hún hafi ætlað að nota til þess að kaupa sér hús.

Saksóknarinn sem rannsakar málið óskaði hinsvegar eftir því að fá að yfirheyra Miceli í viðurvist dómara.

Málið er hið vandræðalegasta fyrir ríkisstjórn Argentínu. Þar er algengt að fólk svíki undan skatti auk þess sem opinberir embættismenn eru oft grunaðir um spillingu.

Hneykslismálið á sér stað tæpum fjórum mánuðum fyrir næstu forsetakosningar. Þá hefur ríkisstjórnin unnið hratt að því að reyna að draga úr skaðanum sem málið hefur valdið, en ríkisstjórnin hefur þegar útnefnt Miguel Peirano, iðnaðarráðherra landsins, sem arftaka Micelis.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Felisa Miceli hefur sagt af sér vegna hneykslismálsins.
Felisa Miceli hefur sagt af sér vegna hneykslismálsins. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka