Búlgarar segjast reiðubúnir að afskrifa hluta af skuldum Líbýumanna

Sexmenningarnir fyrir rétti árið 2004
Sexmenningarnir fyrir rétti árið 2004 Reuters

Ivailo Kalfin, utanríkisráðherra Búlgaríu, sagði í dag að Búlgarar væru reiðubúnir að afskrifa hluta af skuldum Líbýu. Dómsmálaráð Líbýu fjallar í dag um mál fimm búlgarskra hjúkrunarfræðinga og palestínsks læknis sem dæmd hafa verið til dauða fyrir að smita á fimmta hundrað barna af HIV veirunni.

Fjölskyldur barnanna hafa látið af kröfum um dauðrefsingu yfir fólkinu eftir að þeim voru greiddar bætur úr líbýskum sjóði.

Skuldir Líbýumanna við Búlgara nema um 290 milljónum evra og eiga að mestu leyti rætur sínar að rekja til valdatíðar kommúnista í Búlgaríu.

Fólkið hefur verið í haldi í átta ár en það hefur alla tíð neitað sök og segist hafa verið þvingað til að játa sakir með pyntingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert