Fjöldi liðsmanna Al-Aqsa samtakanna afvopnast

Um áttatíu liðsmenn palestínsku Al-Aqsa herdeildanna hafa afhent palestínskum yfirvöldum á Vesturbakkanum vopn sín. Flestir þeirra sem hafa afvopnast eru á lista 178 liðsmanna samtakanna sem Ísraelar hafa gefið upp sakir en aðrir liðsmenn samtakanna munu einnig hafa afvopnast. Tugir liðsmanna samtakanna neita þó enn að afvopnast þar sem þeim hafa ekki verið gefnar upp sakir. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Í Nablus, sem verið hefur miðstöð samtakanna, hafa a.m.k. þrettán liðsmenn þeirra afvopnast, sem ekki hafa fengið sakaruppgjöf. Þá hafa allir þeir sem hafa afvopnast undirritað skjal þar sem mennirnir heita því að segja sig úr samtökunum og að vinna gegn hryðjuverkastarsemi.

Ísraelar hafa veitt 178 liðsmönnum samtakanna þriggja mánaða skilorðsbundna sakaruppgjöf. Komi ekkert upp á þeim tíma verður sakaruppgjöfin gerð varanleg og segja Ísraelar þá einnig koma til greina að veita liðsmönnum samtakanna, sem enn eru eftirlýstir af Ísraelum, sakaruppgjöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert