Gefur milljarð punda til góðgerðamála

Ríkasti maður Skotlands, maður að nafni Tom Hunter, hét því í dag að gefa millarð punda til góðgerðarmála, eða sem svarar 122 milljörðum íslenskra króna. Fénu verður úthlutað til góðgerðastofnana í þróunarlöndum og á Bretlandseyjum á næstu árum.

Hunter sagði breska ríkisútvarpinu, BBC, í dag að hann tryði því að mikil ábyrgð fylgdi miklum auðævum. Hunter hóf að selja íþróttaskó úr sendiferðabíl sínum og stofnað í kjölfarið keðju íþróttavöruverslana árið 1984. Keðjuna seldi hann fjórum árum síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert