Haneef vísað frá Ástralíu að réttarhöldum loknum

Peter Russo, lögmaður Mohammed Haneef, yfirgefur fangelsið í Brisbane þar …
Peter Russo, lögmaður Mohammed Haneef, yfirgefur fangelsið í Brisbane þar sem Haneef er í haldi. Reuters

Kevin Andrews, ráðherra inn­flytj­enda­mála í Ástr­al­íu, seg­ir að ind­verska lækn­in­um Mohammed Haneef verði vísað úr land­inu hvort sem hann verður sak­felld­ur eða sýknaður af ákæru um aðstoð við hryðju­verka­menn. Haneef er nú í haldi lög­reglu í Bris­bane. Til stóð að hon­um yrði sleppt gegn trygg­ingu í gær þar sem dóm­ari sagði ekki nægi­leg rök fyr­ir því að halda hon­um vegna gruns um tengsl við meinta hryðju­verka­menn í Bretlandi. Andrews til­kynnti hins veg­ar í kjöl­far dóms­ins að land­vist­ar­leyfi hans hefði verið aft­ur­kallað og að hann yrði því færður í vörslu inn­flytj­enda­yf­ir­valda.

Andrews sagði í morg­un að Haneef verði í land­inu uns rétt­ar­höld yfir hon­um hafa farið fram. „Eft­ir það mun hann verða send­ur úr landi nema fram hafi komið ný gögn í mál­inu,” sagði hann.

Haneef, sem hef­ur starfað á rík­is­reknu sjúkra­húsi í Qu­eens­land, er sakaður um að hafa látið mann sem grunaður er um aðild að hryðju­verka­á­orm­um í Bretlandi fá síma­kort sitt. Þá kem­ur fram í gögn­um sem lögð hafa verið fram í máli hans að hann hafi reglu­lega haft sam­band við frænda sinn Sa­beel Ah­med allt fram til 26. júní sl. Einnig mun hann hafa staðfest að Kafeel Ah­med hafi lánað hon­um 300 sterl­ings­pund árið 2004 til að hann gæti greitt próf­töku­kostnað.

Andrews lét aft­ur­kalla land­vist­ar­leyfi Haneefs eft­ir að dóm­ari í Bris­bane féllst a að sleppa hon­um gegn trygg­ingu í gær og stóð þá til að Haneef yrði flutt­ur í inn­flytj­enda­búðir í útjaðri Sidney. Til þess hef­ur þó ekki enn komið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert