Höfrungadráp náðist á myndband

Þessi höfrungur má vel við una með heimkynni sín í …
Þessi höfrungur má vel við una með heimkynni sín í Mexíkóflóa AP

Áhöfn á brasilískum fiskibáti náðist á myndbandi þar sem hún skemmti sér við að drepa höfrunga. Alls lágu 83 höfrungar í valnum, samkvæmt upplýsingum frá brasilísku umhverfissamtökunum Ibama, áður en yfir lauk. Liðsmaður Ibama myndaði drápið en hann hafði ráðið sig á bátinn undir fölsku flaggi til þess að fylgjast með hvaða fisktegundir þeir veiddu. Höfrungadráp er bannað með lögum í Brasilíu og er hámarksrefsingin átján mánaða fangelsisvist.

Enginn hefur verið ákærður né sektaður fyrir drápið á höfrungunum, sem var sýnt í sjónvarpi í Brasilíu í gærkvöldi, þar sem lögregla hefur ekki haft upp á veiðimönnunum.

Í flestum tilvikum eru höfrungarnir seldir í hákarlabeitu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert