Lech Kaczynski, forseti Póllands, hefur ítrekað að eldflaugavarnarkerfi verði sett upp í Póllandi, þrátt fyrir harða andstöðu Rússa. Þá sagði hann ákvörðun hafa verið tekna um að kerfinu verði komið þar upp þrátt fyrir að pólsk yfirvöld hafi enn ekki skuldbundið sig formlega til þess. “Eldlaugavarnarkerfinu mun verða komið upp þar sem það mun þjóna hagsmunum Póllands,” sagði Kaczynski eftir fund með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær.
Kaczynski sagði að staðfest hefði verið á fundinum að niðurstaða hefði náðst í ákveðnum álitamálum, svo sem stærð kerfisins og fjölda bandarískra hermanna sem munu starfrækja það. Þá sagði hann að ákvörðun um staðsetningu búnaðarins hefði verið tekin og að hún verði kynnt innan skamms.