Hálsbindanotkun getur verið óumhverfisvæn

Hálsbindanotkun eykur notkun á loftkælingu í sumum löndum.
Hálsbindanotkun eykur notkun á loftkælingu í sumum löndum. mbl.is/Eyþór

Ítalska heil­brigðisráðuneytið mæl­ir með því að skrif­stof­ur lands­ins aflétti háls­binda­skyldu karl­manna af um­hverf­is­ástæðum. Fyrr í vik­unni mun formaður írsku markaðsnefnd­ar­inn­ar hjá Evr­ópu­sam­band­inu, Charlie McCreevy, hafa stungið upp á því að háls­binda­skyld­an yrði lögð niður til að draga úr notk­un á loft­kæl­ingu á skrif­stof­um og spara þannig orku og stuðla að bar­átt­unni gegn hlýn­un jarðar.

Sam­kvæmt frétta­vef Dagens Nyheter mun hug­mynd­in hafa fengið hljóm­grunn á Ítal­íu því áður en ít­alska heil­brigðisráðuneytið sendi út hvatn­ingu þess efn­is til fyr­ir­tækja boðaði stærsta olíu­fyr­ir­tæki lands­ins ENI starfs­mönn­um sín­um að þeir væru ekki leng­ur skyldug­ir til að ganga með háls­bindi í vinn­unni sér­stak­lega ekki þegar hita­bylgj­ur ganga yfir landið.

Sam­kvæmt ít­alska heil­brigðisráðuneyt­inu mun lík­ams­hit­inn sjálf­krafa lækka um tvær til þrjár gráður þegar losað er um háls­bindið.

Ítal­ía mun vera það Evr­ópu­land sem los­ar hvað mest af gróður­húsaloft­teg­und­um og er reiknað með að það fari yfir sett mörk í ár. Þó munu háls­binda­fram­leiðend­ur ekki gleðjast yfir þró­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert