Hálsbindanotkun getur verið óumhverfisvæn

Hálsbindanotkun eykur notkun á loftkælingu í sumum löndum.
Hálsbindanotkun eykur notkun á loftkælingu í sumum löndum. mbl.is/Eyþór

Ítalska heilbrigðisráðuneytið mælir með því að skrifstofur landsins aflétti hálsbindaskyldu karlmanna af umhverfisástæðum. Fyrr í vikunni mun formaður írsku markaðsnefndarinnar hjá Evrópusambandinu, Charlie McCreevy, hafa stungið upp á því að hálsbindaskyldan yrði lögð niður til að draga úr notkun á loftkælingu á skrifstofum og spara þannig orku og stuðla að baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Samkvæmt fréttavef Dagens Nyheter mun hugmyndin hafa fengið hljómgrunn á Ítalíu því áður en ítalska heilbrigðisráðuneytið sendi út hvatningu þess efnis til fyrirtækja boðaði stærsta olíufyrirtæki landsins ENI starfsmönnum sínum að þeir væru ekki lengur skyldugir til að ganga með hálsbindi í vinnunni sérstaklega ekki þegar hitabylgjur ganga yfir landið.

Samkvæmt ítalska heilbrigðisráðuneytinu mun líkamshitinn sjálfkrafa lækka um tvær til þrjár gráður þegar losað er um hálsbindið.

Ítalía mun vera það Evrópuland sem losar hvað mest af gróðurhúsalofttegundum og er reiknað með að það fari yfir sett mörk í ár. Þó munu hálsbindaframleiðendur ekki gleðjast yfir þróuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert