Lögreglan í Róm á Ítalíu leitar nú að þriggja ára gömlum hollenskum dreng sem hvarf er hann var á ferðalagi í borginni með föður sínum. Faðirinn, Mourad Grairia, segir að hann hafi verið að ganga með syni sínum skammt frá aðallestarstöð borgarinnar síðla dags í gær þegar hann uppgötvaði að sonur sinn væri horfinn.
Grairia, sem er af alsírsku bergi brotinn, sagði við lögregluna að hann hefði verið í fríi á Ítalíu og hann hefði ætlað að ferðast til Sikileyjar með son sinn.