Blair situr fyrsta leiðtogafund sinn sem sáttasemjari í dag

Tony Blair hitti Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu , í Róm …
Tony Blair hitti Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu , í Róm í gær. Reuters

Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, mun sitja fyrsta leiðtogafund sinn sem sáttasemjari kvartettsins svokallaða í málefnum Miðausturlanda í Lisbon í Portúgal í dag. Vonir standa til þess innan kvartettsins að hægt verði að hefja friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna að nýju innan skamms. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Fundur utanríkisráðherra kvartettsins í dag verður fyrsti fundur þeirra frá því Hamas samtökin náðu völdum á Gasasvæðinu og bráðabrigðastjórn Palestínumanna tók við völdum á Vesturbakkanum. Kvartettinn skipa fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna.

Umboð Blair tekur fyrst og fremst til aðstoðar við Palestínumenn við að byggja upp efnahagslíf sitt og innra stjórnkerfi en margir binda vonir við að hann geti þokað málum í samkomulagsátt í deilum Ísraela og Palestínumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert