Ömmu hent á haugana

Frá Indverskum ruslahaug.
Frá Indverskum ruslahaug. Reuters

Yfirvöld í suðurhluta Indlands leita nú að fjölskyldu sjötíu og fimm ára gamallar ömmu sem skilin var eftir á ruslahaug. Amman sem heitir Chinnammal Palaniapppan, var lasin og sagðist hafa vaknað á sunnudagsmorgun í haug af rotnandi káli en var of veikburða til að hreyfa sig.

Vegfarandi heyrði stunur frá ruslahaugnum og bjargaði gömlu konunni. Hún er nú í umsjá yfirvalda og hefur grátandi skýrt frá því að dóttursynir hennar hafi ekið henni í vagni sem notaður er undir dýrafóður langa leið og að hennar eigin dóttir hafi skipað svo fyrir að farið yrði með hana nógu langt til að hún myndi ekki rata heim aftur.

Mohanasundari-fjölskyldan sem bjargaði ömmunni í þorpinu Erode í Tamil Nadu-fylki sagði að amman væri ekki reið bara mjög sorgmædd og hefði grátbeðið um að verða flutt aftur til dóttur sinnar.

Það hefur hins vegar reynst erfitt að finna fjölskylduna þar sem gamla konan hefur ekkert heimilisfang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka