Rússar reka fjóra breska ríkiserindreka úr landi

Fyrir utan sendiráð Breta í Rússlandi í morgun.
Fyrir utan sendiráð Breta í Rússlandi í morgun. AP

Rússnesk stjórnvöld ætla að reka fjóra breska ríkiserindreka úr landi. Er þetta nýjasta útspilið í deilum ríkjanna tveggja eftir að Rússar neituðu að framselja fyrrverandi njósnara KGB leyniþjónustunnar, Andrei Lúgóvoi, sem ákærður er fyrir morðið á Alexander Lívinenkó.

Bretar vísuðu nýverið fjórum rússneskum ríkiserindrekum úr landinu. Bresku ríkiserindrekarnir hafa tíu daga til þess að koma sér á brott frá Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert