Víkingafjársjóður finnst á Englandi

Hluti víkingasjóðsins
Hluti víkingasjóðsins AP

Einn stærsti víkingafjársjóður sem sögur fara af fannst við enskan bóndabæ fyrir skömmu. Feðgarnir David og Andrew Whelan, sem stunda fjársjóðsleitir, voru við leit á bænum þegar þeir fundu sjóðinn með málmleitartæki sínu. Fjársjóðurinn samanstendur af mynt og skart-gripum og er talinn hafa verið grafinn fyrir rúmum 1.000 árum.

Gareth Wilson, sérfræðingur við British Museum safnið, segir að fundurinn sé sá mesti í rúm 150 ár. Munirnir sem fundust eru frá Írlandi, Frakklandi, Rússlandi, Afganistan og Norðurlön-dum og þykja bera vitni víðförli og velgengni þeirra sem grófu fjársjóðinn.

Stærsti gripurinn er silfurílát, sem líklega var rænt úr klaustri, sem víkingarnir hafa notað sem fjársjóðskistu. Alls er um að ræða rúmlega 600 skildinga og tugi annarra hluta, m.a. gullarmband, silfurstangir og ýmsa skartgripi. Sumar myntirnar eru skreyttar bæði með heiðnum og kristnum táknum.

Wilson segir að slíkur sjóður hafi ekki fundist síðan árið 1840, en þá fundust í Cuerdale í Eng-landi um 8.500 gullpeningar, keðjur og skartgripir.

Þegar sjóðurinn hefur verið verðmetinn segir Wilson að safnið hafi áhuga á að kaupa a.m.k. hluta sjóðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka