Rétturinn til að reykja á krám fyrir mannréttindadómstól

Bjórkolla og sígaretta á krá er ein síðasta skemmtunin sem …
Bjórkolla og sígaretta á krá er ein síðasta skemmtunin sem hinar vinnandi stéttir eiga enn eftir að mati kráareigandans Hamish Howitt mbl.is

Hamish Howitt, eigandi kráar í Blackpool í Englandi er orðinn sá fyrsti sem dreginn verður fyrir dómstól fyrir að virða að vettugi reykingabannið sem tók gildi í Englandi þann 1. júlí sl. Eftirlitsmenn á vegum sveitarstjórnarinnar hafa afhent honum sjö kærur fyrir að hafa brotið lögin nýju, en Howitt segist fyrr fara í fangelsi en að greiða sekt fyrir brotin.

Ef Howitt verður fundinn sekur verður honum gert að greiða samtals 17.500 sterlingspund, eða sem svarar rúmum tveimur milljónum íslenskra króna.

Howitt segist ekki hvetja til reykinga og bendir á að reykingar séu bannaðar á karaoke-barnum í næsta húsi, sem einnig er í eigu hans. Hann segist ekki vera hlynntur reykingum, en sé hins vegar hlynntur frelsi.

„Ég er ekki reiðubúinn að reka viðskiptavini mína út í rok og rigningu svo þeir notið réttar síns til að reykja. Kráareigandinn hefur stofnað stjórnmálaflokkinn Fight Against Government Suppression, eða FAGS, sem er algengt slanguryrði yfir sígarettur í Bretlandi.

„Bjórkolla og sígaretta á krá er eitt af því síðasta sem hinar vinnandi stéttir eiga enn”, segir Howitt, og er staðráðinn í að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert