Bush hefur tekið aftur við völdum eftir læknisskoðun

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington. AP

Fimm separ voru fjarlægðir úr ristli George W. Bush Bandaríkjaforseta í dag, en hann fór í krabbameinsskoðun í dag. Að sögn talsmanns Hvíta hússins voru separnir litlir og ekkert til þess að hafa áhyggjur af.

Sýnin verða rannsökuð og það kannað hvort einhver krabbameinsvottur greinist í þeim. Vænta má niðurstaðna innan næstu tveggja til þriggja sólarhringa sagði talsmaður Hvíta hússins.

Bush hefur nú snúið aftur til starfa og tekið við völdum forsetans á ný. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, tók tímabundið við þeim völdum á meðan Bush gekkst undir læknisskoðunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert