Friðargæsluliðar SÞ sakaðir um kynferðislega misnotkun

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem friðargæsluliðar SÞ eru …
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem friðargæsluliðar SÞ eru sakaðir um kynferðislega misnotkun. Reuters

Sameinuðu þjóðirnar rannsaka nú hvort friðargæsluliðar, sem starfa á vegum bandalagsins á Fílabeinsströndinni, hafi gerst sekir um kynferðislega misnotkun.

Að sögn SÞ hafa friðargæsluliðar í Bouake, sem er höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu, verið kyrrsettir.

Ekki hefur fengist upp gefið frá hvaða landi umræddir friðargæsluliðar eru.

Ásakanir um kynferðislega misnotkun hafa oftar en einu sinni komið upp í tengslum við friðargæsluliða SÞ. Það varð að endingu til þess að Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri SÞ, tók upp svokallaða „núllstefnu“ í málinu, þ.e. að slíkt athæfi yrði með engu móti þolað.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka