Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur heitið því að vísa útlendingum úr landi sem annaðhvort gagnrýna hann sjálfan eða ríkisstjórn hans opinberlega. „Enginn útlendingur getur komið hingað og ráðist á okkur. Hver sá sem gerir slíkt verður að vera vísað úr landinu,“ sagði Chavez í vikulegu sjónvarps- og útvarpsávarpi sínu.
Chavez hefur einnig fyrirskipað embættismönnum sínum að fylgjast með yfirlýsingum einstaklinga í Venesúela sem eru þekktir á alþjóðamælikvarða.
Ummæli forsetans féllu stuttu eftir að háttsettur stjórnmálamaður í Mexíkó gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela opinberlega.
„Hversu lengi eigum við að leyfa einstaklingum - sem koma frá hvaða landi sem er í heiminum - að koma inn á okkar heimili og segja að hér sé einræði, að forsetinn sé einráður og enginn gerir neitt í því?“ sagði Chavez er hann ávarpaði þjóð sína í sínu vikulega ávarpi sem kallast „Halló forseti“.
„Það má ekki leyfi slíkt. Þetta er spurning um þjóðarstolt,“ sagði hann.