Efni í frostlög selt sem sætuefni

Li Changjiang, sem fer með gæðastjórnun á kínverskum vörum, ræðir …
Li Changjiang, sem fer með gæðastjórnun á kínverskum vörum, ræðir við fulltrúa ESB um hert eftirlit. Reuters

Yfirvöld í Kína rannsaka nú ríkisrekið dreifingarfyrirtæki sem flutti út efni sem nota á í frostlög en endaði í hóstasaft sem framleidd er í Panama og öðrum lyfjum og leiddi til dauða tæplega 100 manns.

Yfirvöld tilkynntu í síðustu viku að verksmiðju framleiðandans hafi verið lokuð en ekki kom fram hvað hafði gerst hjá ríkisrekna dreifingaraðilanum CNSC Fortune Way.

Framleiðanda vörunnar, Taixing Glycering verksmiðjunni, var lokað eftir að hafa búið til vöru sem innihélt 15% af dietylene glycol, þykkingarefni sem finnst í frostlegi. Varan var seld undir nafninu TD glycerin, en TD stendur fyrir „staðgengil“. Mátti þá skilja að efnið væri staðgengill glycerins, sætuefni sem notað í lyf.

Dreifingaraðilinn segist hafa tekið það skýrt fram að efnið ætti ekki að nota í mat eða lyf. Einhvern veginn endaði það þó í hóstasaft í Panama og létust 94 manns af völdum þess í október á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert