„HIV-faraldurinn algerlega stjórnlaus"

Hjúkrunarkona sinnir alnæmissmituðum einstaklingi á Port Moresbys sjúkrahúsinu á Papua …
Hjúkrunarkona sinnir alnæmissmituðum einstaklingi á Port Moresbys sjúkrahúsinu á Papua Nýju Guineu. Reuters

Aðalráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta varðandi alnæmi og HIV segir heiminn vera að tapa stríðinu við veiruna þrátt fyrir mikla fjölgun einstaklinga sem hafa aðgang að lyfjum gegn henni. Ráðgjafinn Dr. Anthony Fauci segir árangur hafa náðst í baráttunni við veiruna en að fleiri einstaklingar smitist þó árlega en fái meðferð gegn henni. „Á móti hverjum sex einstaklingum sem koma til meðferðar smitast sex aðrir einstaklingar. Við erum því að tapa leiknum a.m.k. tölulega séð,” segir hann. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

„Þrátt fyrir að við höfum náð miklum árangri varðandi aðgengi að lyfjum, verður augljóslega að grípa til mun róttækari fyrirbyggjandi aðgerða,” sagði Dr Fauci, á ráðstefnu alnæmissérfræðinga í Sydney í Ástralíu. „Stór hluti þeirra íbúa heimsins, sem þurfa á forvörnum að halda, hafa ekki aðgang að þeim forvarnartækjum sem hafa sannað gildi sitt.”

Breski sérfræðingurinn Dr Brian Gazzard, tók í sama streng: „HIV-faraldurinn er í raun stjórnlaus. Hann er stjórnlaus í Afríku og einnig algerlega stjórnlaus í Asíu eins og stendur” segir hann.

2,2 milljónir manna hljóta nú meðferð gegn veirunni en fyrir þremur árum höfðu innan við 300.000 sýktir einstaklingar aðgang að slíkri meðferð. Einungis fjórði hver einstaklingur, sem gengur með veiruna, fær hins vegar meðferð gegn henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert