Líbýumenn vilja að ESB kosti vegi og járnbrautarteina í landinu

Mikill stuðningur er við málstað hjúkrunarfólksins í Búlgaríu.
Mikill stuðningur er við málstað hjúkrunarfólksins í Búlgaríu. Reuters

Ivaylo Kalfin, utanríkisráðherra Búlgaríu, hefur lýst því yfir að skilyrði Líbýustjórnar fyrir framsali palestínsks læknis og fimm búlgarskra hjúkrunarfræðinga til Búlgaríu séu óásættanleg. „Líbýa er ekki að stuðla að eðlilegum samskiptum við Evrópusambandið með því að setja fram ný skilyrði,” segir hann.

Benita Ferrero-Waldner, sem fer með erlend samskipti innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Cecilia Sarkozy, forsetafrú Frakklands, eru nú í Líbýu til að reyna að stuðla að því að fólkið verði framselt til Búlgaríu en dauðadómum þeirra var í síðustu viku breytt í lífstíðarfangelsisdóma.

Yfirvöld í Líbýu hafa farið fram á að Evrópusambandið kosti fornleifauppgrefti, lagningu hraðbrautar frá austurlandamærum landsins til vesturlandamæranna og járnbrautateina sem muni tengja hafnarbæi í Líbýu við borgir Afríku auk fyrri krafna sinna um að sambandið kosti meðferð fyrir HIV-smituð börn í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert