Tilraun til hraðamets endar með skelfingu

Tilraun til þess að slá hraðamet endaði með skelfingu er lítil flugvél flaug inn í íbúðabyggingu í borginni Basel í Sviss í morgun. Lést flugmaðurinn og slösuðust þrír í húsinu.

Flugslysið varð stuttu eftir flugtak á EuroAirport flugvellinum í Basel. Flaug vélin í gegnum bygginguna og varð eldi að bráð á leikvelli fyrir utan húsið. Þykir mesta mildi að börn sem voru að leik á leikvellinum skyldu sleppa heil á húsi.

Flugmaðurinn var þekktur flugmaður í Sviss en hann starfaði áður hjá Swissair og hafði gríðarlega flugreynslu, að sögn lögreglu í Basel. Hefur hann sett um 160 heimsmet í flugi í gegnum tíðina og stefndi að því að setja hraðamet á eins hreyfilsvél.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert