Áfram skúraveður og flóðahætta í Bretlandi

00:00
00:00

Gert hef­ur verið við Cast­lemeads há­spennu­stöðina í Gloucester á Bretlandi og er raf­magn því komið á á 48.000 heim­il­um á Bretlandi sem urðu raf­magns­laus vegna flóða í stöðinni í gær. Vatn komst hins veg­ar ekki inn á Wal­ham raf­stöðina, sem sér um 250,000 manns fyr­ir raf­magni, eins og ótt­ast var í gær.

Að minnsta kosti 350.000 manns eru þó enn án renn­andi vatns í Gloucester­skíri og sam­kvæmt op­in­ber­um upp­lýs­ing­um hef­ur vatn flætt inn á allt að 10.000 heim­ili í Worcester, Warwick, Hereford, Lincoln, Gloucester, Oxford og Berk. Þá eru lík­ur tald­ar á að vatn flæði inn á enn fleiri heim­ili á næstu dög­um.

Thames áin flæddi þó ekki yfir bakka sína í Abingdon og Henley í Oxford nótt líkt og ótt­ast hafði verið en flóðahætta er þó enn tal­in tölu­verð ofar með ánni.

Veður­fræðing­ar spá áfram­hald­andi skúra­veðri á Bretlandi næstu daga og gert er ráð fyr­ir aus­andi rign­ingu á fimmtu­dag. Er þá tal­in tölu­verð hætta á að ár flæði yfir bakka sína á ný.

Björg­un­ar­sveit­ar­menn reyna nú að kom­ast að Tewkesbury's Mythe vatns­veit­unni til að koma renn­andi vatni á þau 140.000 heim­ili í Tewkesbury, Gloucester og Chelten­ham sem eru vatns­laus. Vatns­veit­an Severn Trent seg­ir þó ekki von á því að vatns­dreif­ing verði kom­in í eðli­legt horf fyrr en eft­ir eina til tvær vik­ur. Þá seg­ir talsmaður breska hers­ins að gert sé ráð fyr­ir að her­inn dreifi þrem­ur millj­ón­um vatns­flaska á dag þar til vatns­dreif­ing kemst í eðli­legt horf.

Tim Brain, yf­ir­maður lög­regl­unn­ar í Gloucester hvatti fólk til þess í dag að sýna still­ingu og spara vatn. "Það er til nóg vatn til per­sónu­legra nota. Það er mik­il­vægt að fólk haldi áfram að fara spar­lega með vatn og að það missi ekki stjórn á sér. Komi fólk fram af still­ingu, þol­in­mæði og fyr­ir­hyggju er til nóg vatn handa öll­um,” sagði hann.

Frá Tewkesbury í Mið-Englandi
Frá Tewkesbury í Mið-Englandi Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert