Fyrstu netkappræður forsetaframbjóðenda

Fyrstu netkappræður þeirra sem berjast um að verða forsetaefni demókrata í forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram á netinu í kvöld. Kappræðurnar eru samstarfsverkefni CNN fréttastöðvarinnar og myndbandsvefjarins YouTube og í þeim var spurningum frá almenningi beint til frambjóðendana í myndskilaboðum en starfsfólk CNN valdi spurningar úr innsendum spurningum almennings. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Í kappræðunum voru frambjóðendurnir m.a. spurðir um afstöðu sína til hjónabanda samkynhneigðra, hvernig þeir telji hægt að binda enda á stríðið í Írak, hvernig bæta megi menntamál í Bandaríkjunum og það hvort kynþáttaviðhorf hafi ráðið einhverju um það hvernig brugðist var við fellibylnum Katrínu og afleiðingum hans.

Frambjóðendur Repúblikana munu taka þátt í samskonar kappræðum á netinu þann 17. september næstkomandi.

Barack Obama og Hillary Clinton, sem berjast um að verða …
Barack Obama og Hillary Clinton, sem berjast um að verða forsetaefni demókrata á næsta ári. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert