Skotinn vegna afskipta af reykingamönnum

Fyrrum breskur meistari í boxi var skotinn í höfuð og fótlegg á næturklúbbi í London eftir að hafa bent árásarmönnunum á að það væri bannað að reykja á opinberum stöðum.

James Oyebola, þekktur sem Big Bad, liggur nú þungt haldinn á spítala. Boxarinn fyrrverandi var skotinn í húsagarði fyrir aftan næturklúbb í London. Vitni segja hann hafa haft afskipti af því þegar starfsmenn klúbbsins báðu hóp manna um að hætta að reykja. Oyabola var sjálfur dyravörður á öðrum næturklúbbi og hafði komið við á leiðinni heim úr vinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka