Skotinn vegna afskipta af reykingamönnum

Fyrr­um bresk­ur meist­ari í boxi var skot­inn í höfuð og fót­legg á næt­ur­klúbbi í London eft­ir að hafa bent árás­ar­mönn­un­um á að það væri bannað að reykja á op­in­ber­um stöðum.

James Oye­bola, þekkt­ur sem Big Bad, ligg­ur nú þungt hald­inn á spít­ala. Box­ar­inn fyrr­ver­andi var skot­inn í húsag­arði fyr­ir aft­an næt­ur­klúbb í London. Vitni segja hann hafa haft af­skipti af því þegar starfs­menn klúbbs­ins báðu hóp manna um að hætta að reykja. Oya­bola var sjálf­ur dyra­vörður á öðrum næt­ur­klúbbi og hafði komið við á leiðinni heim úr vinnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert