Robert Mugabe, forseti Simbabve, mun setja þing landsins í dag. Meðal frumvarpa sem hann mun kynna varða þjóðnýtingu og að næsti forseti landsins verði kjörinn af þingmönnum án þess að gengið verði til þjóðaratkvæðis.
Óðaverðbólga og matarskortur hrjáir íbúa Simbabve, en landið var eitt sinn það gjöfulasta á svæðinu.
Sú stefna að þjóðnýta eigi erlend fyrirtæki, þ.á.m. banka og námafyrirtæki, þykir mjög umdeild meðal íbúa landsins. Ýmis vandamál hafa komið upp í tengslum við umbótastarf í landinu sem fær fólk til þess að hugsa sig tvisvar um núverandi hugmyndir stjórnarinnar.
Þinghaldið mun standa til mars á næsta ári en þá verður boðað til kosninga, segir á vef BBC.
Í gær sagði Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að ástandið í Simbabve væri „óþolandi og ólíðandi“ til lengdar.