Lögregla í Frakklandi keyrði fram á ungan mann sem gekk meðfram hraðbraut í frönsku Ölpunum. Lögreglunni þótti maðurinn heldur ráðvilltur að sjá og ákvað að hafa afskipti af honum. Reyndist ungi maðurinn vera 17 ára gamall Ungverji, sem hafði verið skilinn eftir á hraðbrautinni af foreldrum sínum.
Hann hafði verið á leið í frí með foreldrum sínum. Þau ætluðu að keyra frá Ungverjalandi til Englands í gegnum Frakkland. Á sunnudagskvöld ákváðu þau, samkvæmt frásögn drengsins, að skilja hann eftir á hraðbrautinni. Drengurinn neitar að útskýra hvers vegna þau skildu hann eftir, en þegar lögreglan fann hann var hann á leið aftur fótgangandi til Ungverjalands.
Lögreglan í Draguignan í Frakklandi hefur komið drengnum fóstur á meðan foreldra hans er leitað, að því er kemur fram á fréttavef Le Figaro.