Fyrsti kvenforseti Indlands sver embættiseið

Pratibha Patil og mótframbjóðandinn Abdul Kalam í gær.
Pratibha Patil og mótframbjóðandinn Abdul Kalam í gær. AP

Nýr forseti Indlands sór embættiseið í dag. Pratibha Patil er fyrsti kvenforseti landsins síðan það fékk sjálfstæði fyrir sex áratugum síðan. „Í þróunarríki þar sem býr yfir milljarður manna á fólk að búa saman og þróast saman,“ sagði Patil sagði í ræðu sinni.

Hin 72 ára gamla kona var kosin eftir harða kosningabaráttu gegn eldflaugavísindamanninum Abdul Kalam. Forsetaembætti Indlands tekur þátt í stjórnarmyndun á bæði alríkis- og ríkjavettvangi, sem gerir embættið mjög umdeilt í flóknu landslagi indverskra stjórnmála.

„Við verðum að útrýma vannæringu, fóstureyðingu á kvenkyns fóstrum. Við þurfum að berjast gegn fátækt, fáfræði og sjúkdómum,“ sagði Patil. „Ég er fylgjandi aukinni menntun... að fela konum aukið vald er mér sérstaklega mikilvægt,“ bætti hún við í ræðu sinni í indverska þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka