Hafnarbakki Kaupmannahafnar á niðurleið

Lóðir meðfram hafnarbakka Kaupmannahafnar, sem voru eftirsótt fjárfesting, líkjast nú eyðimörk af óseldum íbúðum, segir á fréttavef Politiken. Það gengur vægast sagt illa að selja Dönum nýjar íbúðir við Ørestad, Suðurhöfn, á Íslandsbryggju og Norðurhöfn. Það sama gildir um Tuborg höfn.

Um 1.700 nýjar íbúðir, sem byggðar voru árið 2004 eða seinna, eru til sölu. Það þýðir að rúmlega þriðja hver íbúð sem er til sölu í Kaupmannahöfn og Frederiksberg er ný. Í kjölfarið hafa verð hafa lækkað og óvissa ríkir um mörg byggingarverkefni.

Markaðurinn fyrir dýrar íbúðir sem þessar, þ.e. íbúðir sem kosta 3 - 3,5 milljónir danskra króna er mettaður og hefur nánast ekkert selst af slíkum íbúðum síðan í desember á síðasta ári. Þá vilja margir skoða íbúðirnar en fáir sína þeim áhuga og er talið líklegt að áhugasamir kaupendur bíði eftir frekari verðlækkunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert