Nýburi með 26 stungusár borinn út

Nokkurra daga gamall indverskur drengur, sem fannst alblóðugur á ruslahaug í nágrenni Mumbai á Indlandi í gær, er nú sagður úr lífshættu. Drengurinn er með 26 stungusár og m.a. hékk hluti innyfla hans úti er hann fannst. Læknirinn Ramesh Hatti segir drenginn enn mjög blóðlítinn og þjáðan en að hann sé þó talinn úr lífshættu. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka