Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hún vonist til þess að fá tækifæri til að heimsækja Líbýu innan skamms í kjölfar þess að samkomulag náðist um framsal palestínsks læknis og búlgarskra hjúkrunarfræðinga frá landinu.
“Það liggja ekki fyrir dagsetningar eða ákveðnar áætlanir en ég vonast sannarlega til að heimsækja Líbýu. Ég vonast innilega til að geta heimsótt landið bráðlega,” sagði Rice í útvarpsviðtali við bandarísk-arabísku útvarpsstöðina Radio Sawa. Áður hafði talsmaður Bandaríkjastjórnar lýst því yfir að bandarísk yfirvöld fögnuðu lausn fólksins og teldu hana marka tímamót í samskiptum líbanskra yfirvalda við umheiminn.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kom til Tripoli í Líbýu í dag til viðræðna við Moamer Kadhafi Líbýuleiðtoga, um bætt samskipti Líbýu og Evrópusambandsins.