60 talibanar felldir í Afganistan

Talibanarnir féllu í átökum bandarískra og afganskra hersveita. Hér sjást …
Talibanarnir féllu í átökum bandarískra og afganskra hersveita. Hér sjást afganskir hermenn við æfingar. AP

Afganskar og bandarískar hersveitir felldu yfir 50 talibana í hörðum bardögum sem stóðu í um hálfan sólarhring í Helmand-héraði Afganistans. Þá létust 10 uppreisnarmenn og lögreglumaður í öðrum átökum að sögn yfirvalda.

Kallað var eftir aðstoð herflugvéla bandamanna sem vörpuðu sprengjum á felustaði uppreisnarmanna. Átökin hófust seint í gær í Helmand-héraðinu þar sem mikil ópíumrækt er.

Að sögn Bandaríkjahers er staðfest að 50 talibanar hafi fallið en ekki liggur fyrir með fjölda særða. 16 felustaðir, þrjú vélhjól og fimm bifreiðar talibana voru eyðilagðar.

Herinn segir aðeins einn hermann úr röðum bandamanna hafa særst, en hann handarbrotnaði. Þá létust engir óbreyttir borgarar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert