Geimfarar fara drukknir um borð

Geimfari vinnur að viðgerð á Alþjóðlegu geimstöðinni.
Geimfari vinnur að viðgerð á Alþjóðlegu geimstöðinni. NASA

Rannsókn sérstakrar nefndar, sem falið var að kanna heilsu bandarískra geimfara, hefur leitt í ljós að nokkuð er um að geimfarar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA fari drukknir um borð í geimflaugar skömmu fyrir geimskot. Þá kemur fram í skýrslu nefndarinnar að í a.m.k. tveimur tilvikum hafi geimfarar fengið leyfi til að fljúga eftir að læknar og aðrir geimfarar höfðu varað við því að þeir væru svo drukknir að það gæti stofnað öryggi geimfarsins í hættu. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar á vefsíðu bandaríska vikuritsins Aviation Week & Space Technology en umrædd nefnd var stofnuð í kjölfar handtöku geimfarans Lisu Nowak í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlafulltrúi NASA í Johnson geimvísindastöðinni í Houston segir að forsvarsmenn stofnunarinnar muni ekki ræða skýrslu nefndarinnar að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka