Geimfarar fara drukknir um borð

Geimfari vinnur að viðgerð á Alþjóðlegu geimstöðinni.
Geimfari vinnur að viðgerð á Alþjóðlegu geimstöðinni. NASA

Rann­sókn sér­stakr­ar nefnd­ar, sem falið var að kanna heilsu banda­rískra geim­fara, hef­ur leitt í ljós að nokkuð er um að geim­far­ar banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA fari drukkn­ir um borð í geim­flaug­ar skömmu fyr­ir geim­skot. Þá kem­ur fram í skýrslu nefnd­ar­inn­ar að í a.m.k. tveim­ur til­vik­um hafi geim­far­ar fengið leyfi til að fljúga eft­ir að lækn­ar og aðrir geim­far­ar höfðu varað við því að þeir væru svo drukkn­ir að það gæti stofnað ör­yggi geim­fars­ins í hættu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

Greint er frá niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar á vefsíðu banda­ríska viku­rits­ins Aviati­on Week & Space Technology en um­rædd nefnd var stofnuð í kjöl­far hand­töku geim­far­ans Lisu Nowak í fe­brú­ar á þessu ári. Fjöl­miðlafull­trúi NASA í John­son geim­vís­inda­stöðinni í Hou­st­on seg­ir að for­svars­menn stofn­un­ar­inn­ar muni ekki ræða skýrslu nefnd­ar­inn­ar að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka