Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að svo virðist sem skemmdarverk hafi verið unnið á tölvubúnaði sem til stóð að geimferjan Endeavour flytti til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þann 7. ágúst næstkomandi. Um er að ræða tölvubúnað sem nota átti til að senda gögn frá geimstöðinni til jarðar. Málið er nú í rannsókn innan stofnunarinnar. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.