Fór úr sónar í sjálfsvígsárás

Frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna á Kings Cross lestarstöðinni í …
Frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna á Kings Cross lestarstöðinni í London fyrrr í þessum mánuði. Reuters

Hasina Patel, eiginkona eins af tilræðismönnunum sem frömdu hryðjuverkin í London þann 7. júlí árið 2005, hefur greint frá því að hún hafi misst fóstur sama dag og tilræðin voru framin. Patel segir í viðtali við Sky News að hún hafi verið nýkomin heim af sjúkrahúsi, þar sem henni var sagt að hún hefði misst fóstrið, er hún frétti af tilræðunum. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

"Ég reyndi hvað eftir annað að ná í hann í síma og skildi eftir skilaboð þar sem ég sagði: Það blæðir enn. Það er eitthvað að,” segir hún. “’Ég fór á sjúkrahús með móður minni og ljósmóðirin sagði mér að ég hefði misst barnið. Ég fór aftur heim og kveikti á sjónvarpinu og þá frétti ég af sprengingunum.”

Patel segir að tveimur dögum fyrr hafi þau hjónin farið í sónar þar sem þau sáu fóstrið. Að því loknu hafi hann keyrt hana heim og sagst vera farinn að hitta vini sína og hún hafi ekki séð hann aftur eftir það. Hann skildi hins vegar eftir sig handskrifaða erfðaskrá þar sem hann bað hana um fyrirgefningu og skilning. Þá skildi hann eftir 400 pund sem hann ætlaði til fatakaupa á ófædda barnið.

Eiginmaður Patel, Mohammad Sidique Khan, var einn fjögurra tilræðismanna sem stóð að baki sprengingum í strætisvögnum og neðanjarðarlestum í London þann 7. júlí árið 2005 en alls létu 52 lífið í árásunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert