Karl Bretaprins heimsækir flóðasvæðin

Hér sést Karl Bretaprins þegar hann heimsótti Jórvíkurskíri í byrjun …
Hér sést Karl Bretaprins þegar hann heimsótti Jórvíkurskíri í byrjun þessa mánaðar, en þar flæddi vatn um götur bæjarins Toll Bar. Reuters

Karl Bretaprins mun í dag heimsækja flóðasvæðin á Englandi og hitta hluta af þeim þúsundum íbúa sem hafa þurft að hafast við að undanförnu án neysluvatns og rafmagns. Flóðin í landinu eru þau verstu í manna minnum

Karl mun hitta fjölskyldur, björgunarstarfsmenn og sjálfboðaliða í suðvesturhluta landsins, en svæðið varð einna verst út eftir flóðin og rigningarnar.

Flóðin, sem eru þau verstu í 60 ár, eyðilögðu um 15.000 heimili í þessari viku og um 10 sinnum fleiri hús eru án vatns af völdum flóðanna.

Severn Trent vatnsveitan segir að vatn verði komið aftur á hjá þúsundum heimila í Tewkesbury. Margir þurfa hinsvegar ennþá að treysta á að fá neysluvatn í flöskum og í gegnum færanlega vatnstanka sem komið hefur verið fyrir á götum úti.

Stór landssvæði eru enn undir vatni og að minnsta kosti átta hafa látist í náttúruhamförunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert