Reglur settar um áfengisneyslu geimfara NASA

00:00
00:00

Banda­ríska geim­vís­inda­stofn­un­in NASA lýsti því yfir í dag að gripið verði til taf­ar­lausra aðgerða inn­an stofn­un­ar­inn­ar til að koma í veg fyr­ir að geim­far­ar neyti áfeng­is áður en þeir halda af stað í geim­ferðir á veg­um stofn­un­ar­inn­ar. Í skýrslu nefnd­ar sem falið var að fara yfir heilsu­gæslu og eft­ir­lit með geim­förum kem­ur fram að í a.m.k. tveim­ur til­fell­um hafi geim­far­ar verið mjög drukkn­ir er þeir fóru um borð í geim­flaug fyr­ir geim­skot. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

Sh­ana Dale, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir stofn­un­ina líta málið mjög al­var­leg­um aug­um og að gripið verði til aðgerða vegna máls­ins þegar í stað. Þá seg­ir hún að geim­förum verði hér eft­ir bannað að neyta áfeng­is í tólf tíma fyr­ir geim­skot og að málið hafi þegar verið rætt við þá geim­fara sem eigi að leggja upp í geim­ferð eft­ir tvo daga.

Sér­stakri nefnd var falið að fara yfir heilsu­gæslu og eft­ir­lit með geim­förum stofn­un­ar­inn­ar eft­ir að geim­far­inn Lisa Nowak var hand­tek­in í fe­brú­ar sökuð um að hafa ráðist á keppi­naut sinn í ást­um.

Í skýrslu nefnd­ar­inn­ar kem­ur fram að geim­förum hafi hingað til verið heim­ilt að neyta áfeng­is í hús­næði NASA á meðan beðið væri eft­ir að geim­skot færi fram. Þá er mælt með því í skýrslu nefnd­ar­inn­ar að sett­ar verði siðaregl­ur geim­fara.

Geimfarar bregða á leik í geimferjunni Endeavour þann 17. júlí …
Geim­far­ar bregða á leik í geim­ferj­unni Endea­vour þann 17. júlí síðastliðinn en ferj­an á að halda út í geim þann 7. ág­úst. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert