Ritari páfa segir íslam ógna evrópskri sjálfsímynd

Páfi veifar til fólks úr páfabílnum er hann var í …
Páfi veifar til fólks úr páfabílnum er hann var í heimsókn í Brasilíu á dögunum. Reuters

Georg Gänswein, einka­rit­ari Bene­dikts páfa XVI, seg­ir að mús­lím­ar vinni nú að því að breiða út íslamstrú í Evr­ópu og að út­breiðsla íslam í álf­unni sé ógn við evr­ópska sjálfsímynd sem Evr­ópu­bú­ar verði að vera meðvitaðir um. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

“Við get­um ekki litið fram­hjá því að það eru til­raun­ir í gangi til að breiða út íslamstrú í Evr­ópu. Við meg­um ekki vera allt of skiln­ings­rík og loka aug­un­um fyr­ir þeirri ógn sem þetta er við evr­ópska sjálfsímynd. Kaþólska kirkj­an sér þetta greini­lega og er ekki hrædd við að segja það,” seg­ir Gänsweiní viðtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeit­ung.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert