Ritari páfa segir íslam ógna evrópskri sjálfsímynd

Páfi veifar til fólks úr páfabílnum er hann var í …
Páfi veifar til fólks úr páfabílnum er hann var í heimsókn í Brasilíu á dögunum. Reuters

Georg Gänswein, einkaritari Benedikts páfa XVI, segir að múslímar vinni nú að því að breiða út íslamstrú í Evrópu og að útbreiðsla íslam í álfunni sé ógn við evrópska sjálfsímynd sem Evrópubúar verði að vera meðvitaðir um. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

“Við getum ekki litið framhjá því að það eru tilraunir í gangi til að breiða út íslamstrú í Evrópu. Við megum ekki vera allt of skilningsrík og loka augunum fyrir þeirri ógn sem þetta er við evrópska sjálfsímynd. Kaþólska kirkjan sér þetta greinilega og er ekki hrædd við að segja það,” segir Gänsweiní viðtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert