Bók Adolfs Hitlers, Mein Kampf, sem útleggst „baráttan mín“ á íslensku, hefur ekki verið gefin út með löglegum hætti í Þýskalandi frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú hefur þýskur sagnfræðingur hinsvegar kallað eftir því að bókin verði endurútgefin.
Prófessorinn Horst Möller vill að Bæheimur í Þýskalandi, sem á höfundarrétt bókarinnar og hefur jafnframt komið í veg fyrir útgáfu hennar, gefi leyfi fyrir því að gefin verði út akademísk útgáfa af Mein Kampf með orðskýringum.
Samtök gyðinga hafa hinsvegar gagnrýnt hugmyndir hans harðlega, en þau segja að sagnfræðingurinn sé ekki að taka tillit til tilfinninga þeirra einstaklinga sem lifðu af helförina.