Verjur á öll hótel í Kína

Hótel og almenningsbaðhús í Kína verða að bjóða viðskiptavinum sínum …
Hótel og almenningsbaðhús í Kína verða að bjóða viðskiptavinum sínum upp á verjur. Reuters

Heilbrigðisráðuneyti Kína hefur fyrirskipað að verjur eigi að vera aðgengilegar á öllum hótelum og almenningsbaðhúsum í landinu. Er þetta hluti af herferð gegn HIV og alnæmissmiti. Þetta kemur fram í ríkisdagblaðinu Pekingfréttir.

Á annað hvort að bjóða upp á verjur á þessum stöðum eða setja upp sjálfsala sem selja þær.

Talið er að 650 þúsund Kínverjar séu smitaðir af HIV. Ein helsta ástæða útbreiðslu HIV í Kína er að sýkt blóð hefur verið notað við blóðgjafir á sjúkrahúsum. Kínversk stjórnvöld neituðu því staðfastlega um árabil að alnæmi væri vandamál í Kína en það hefur breyst. Er nú talað opinberlega um alnæmi og margt gert til þess að hefta útbreiðslu þess. Meðal annars með því að bjóða upp á alnæmispróf og ókeypis meðferð fyrir fátæka og bann við því að fólki, sem er smitað af alnæmi, sé mismunað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka